Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Náttúruprjón

Glóð, húfa og vettlingar - uppskriftir

Glóð, húfa og vettlingar - uppskriftir

Venjulegt verð 940 ISK
Venjulegt verð Söluverð 940 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tegund
Tungumál

Hugmyndina að mynstrinu fékk ég þegar ég gekk fram hjá steindum gluggum Akureyrarkirkju í einni af heimsóknum mínum norður og sólin braust fram og lýsti upp mynstrið í þeim. Þetta ásamt Blóðberg settinu hafa verið vinsælustu mynstrin frá upphafi.

Tvíbanda húfu og vettlinga prjón með tvílitu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt að muna. Góðar leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og  lengra komna.


Garn: Náttúruprjóns, 85% Merino / 15% nylon, 100 g / 400 m, eða sambærilegt til að ná prjónfestu.
Prjónar: Litlir hringprjónar / sokkaprjónar nr. 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 L = 10 sm á prjóna nr. 3,5.
Annað: 1 prjónamerki.

Húfa:
Stærð: 56 sm ummál, dýpt 21 sm.
Aðallitur: Hraun, 35 g.
Mynsturlitur: Glóð, 30 g.

Vettlingar:
Stærð: Lengd 26 sm, ummál 19 sm.
Aðallitur: Hraun, 35 g.
Mynsturlitur: Glóð, 30 g.

Skoða allar upplýsingar