Farðu í vöruupplýsingar
1 af 3

Náttúruprjón

Gimli, vettlingar - dömu eða herra uppskriftir

Gimli, vettlingar - dömu eða herra uppskriftir

Venjulegt verð 940 ISK
Venjulegt verð Söluverð 940 ISK
Útsala Uppselt
Skattur innifalinn.
Tegund
Tungumál

Hefðbundnir tvíbandavettlingar með lettneskum fléttum og einföldu stroffi. Mynstrið er óreglulegt en auðvelt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við. Vil taka fram að það er sitthvort mynstrið á hægri og vinstri vettling, svo húsin speglist og saman myndi handbökin litla þyrpingu húsa😊.

Þessir vettlingar eru til heiðurs þeim Íslendingum sem fluttu til Vesturheims fyrir aldarmótin 1900 og þurftu að læra nýja búhætti og lifa við allt önnur verðurskilyrði en þau voru vön að lifa við.

Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd eru í uppskriftinni.

Garn: Náttúruprjóns handlitað garn, merinó 85% og 15% nælon 100g / 400 m.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5.
Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr. 3,5.
Annað: Hjálparband til að merkja þumal, prjónamerki.

Kvennastærð:
Stærð: Lengd 29 sm, ummál 18 sm.
Aðalitur: Grænbrúnn 40 g.
Mynsturlitur: Ljósgrænn, 30 g.

Herrastærð:
Stærð: Lengd 32 sm, ummál 23 sm.
Aðalitur: Grænbrúnn 50 g.
Mynsturlitur: Ljósgrænn, 40 g.

 



Skoða allar upplýsingar