top of page

Sandra er prjónuð að ofan og er hægt að hafa hana lokaða eða opna, þá annað hvort með tölum eða rennilás. Byrjað er á stroffi á kraga, mynstur prjónað á axlarstykki og aukið út samtímis, skipt upp í bol og ermar og áður en komið er að stroffi er partur af mynsturbekknum prjónaður og svo endað með stroffi, bæði á ermum og bol. Ég ákvað að byrja á mynsturlit 2 og enda á honum, finnst hann punta peysuna. Hægt er að máta peysuna þar sem hún er prjónuð að ofan þegar komið er áleiðis niður bol og ermar, svo hún smell passi.
Stærðir:
34-36-38-40-42-44-46-48

Garn: Einrúm E+2 50 gr 208 m, 80% íslensk ull / 20% Mulberry Silki.

Aðallitur: Dökkbrúnn 200 (200) 200 (250) 250 (250) 250 (250)g.

Mynsturlitur 1: Ljósbrúnn 100 (100) 100 (100) 100 (100) 100 (150)g.

Mynsturlitur 2: Vínrauður 100 g.

Prjónar: Hringprjónar 60 og 100 sm, sokkaprjónar nr 3, 3,5 og 4.

Heklunál: Nr 3 eða 3,5.

Prjónfesta: 21 L = 10 sm slétt prjón á prjóna nr. 3,5.

Annað: 6-8 Prjónamerki, stoppunál, 8-10 hnappar.

 

Sandra - kvennpeysa

SKU: 38I
1.500krPrice
    bottom of page