top of page

Gjafapakki með garni sem er handlitað á Íslandi. Uppskriftin og viðfangsefnið passa þessu garni. Gjafaaskjan innheldur uppskrift og garn. Garnið er 85% Merinoull/15% nylon. Góða leiðbeiningar fylgja, sem passa jafn fyrir byrjendur og lengra komna. Magn garns passar fyrir flikina sem uppskrift hvers pakka er af. Hægt er að nálgast pakkana hjá mér eða fá þá senda í pósti í póstbox þá.

 

Þetta er ein af þeim uppskriftum sem varð til þegar ég var að teikna eitthvað út í loftið, oftast verða vettlingarnir til fyrst en svo verður húfan til í kjölfarið.

 

Góðar leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og  lengra komna.

 

Stærð: Ummál 56 sm, dýpt 19 sm.
Innifalið:

Uppskrift og handlitað garn hannað af mér.

Það sem er ekki innifalið en gott að eiga:

Prjónar: Sokkaprjóna nr 3 og 3,5.

Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 3,5.

Annað: Hjálparband til að merkja þumlalykkjur, prjónamerki.

 

Klósigar húfa - gjafapakki með garni og uppskrift

SKU: 309I
7.000krPrice
    bottom of page