top of page

Hefðbundið tvíbanda húfuprjón með venjulegu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt að muna.

Þetta er ein af þeim uppskriftum sem varð til þegar ég var að teikna eitthvað út í loftið, oftast verða vettlingarnir til fyrst en svo verður húfan til í kjölfarið.
Hafið mynsturlitinn nær ykkur þegar þið prjónið, þá verður hann en skýrari.

Stærð: Ummál 56 sm, dýpt 19 sm.

Garn: Náttúruprjóns garn, 85% Merino ull / 15% nylon, 100 g / 400 m. Eða sambærilegt til að ná prjónfestu.

Aðallitur: Blár, 28 gr.
Mynsturlitur: Klósigar appelsínugulur, 26 gr.

Prjónar: Hringprjónar 40 cm, nr. 3 og 3,5.

Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr. 3,5.

Annað: Prjónamerki til að setja við upphaf umferðar.

 

Góðar leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og  lengra komna.

 

 

Klósigar - húfa

SKU: 8I
940krPrice
    bottom of page