top of page

Tvíbanda prjón með tvílitu stroffi. Notaðir eru þrir litir í mynstrinu, en bara tveir saman í hverri umferð. Mynstrið er reglulegt og auðvelt að muna. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við. Hafið mynsturlitinn nær ykkur þegar þið prjónið, þá verður hann skýrari.

Garn: Naturgarns Indiecita, 100% Alpaca Peruana, 50 g / 166 m, eða sambærilegt til að ná prjónfestu.

Prjónar: Litlir hringprjónar nr. 3 og 3,5.

Prjónfesta: 32 L = 10 sm á prjóna nr. 3,5 í sléttu tvíbandaprjóni.

Annað: 1 prjónamerki, hjálparband til að merkja þumlalykkjur.

 

Húfa:
Stærð: Ummál 56 sm, dýpt 21 sm.

Aðallitur: Brúnn, 33 g.

Mynsturlitur 1: Dökk bleikur, 16 g.

Mynsturlitur 2: Ljós bleikur, 10 g.
 

Vettlingar:

Stærð: Lengd 26 sm, ummál 19 sm.

Aðallitur: Brúnn, 25 g.

Mynsturlitur 1: Dökk bleikur, 12 g.

Mynsturlitur 2: Ljós bleikur, 8 g.

 

Guldheden hufu- og vettlingasett

SKU: 205I
1.880kr Regular Price
1.600krSale Price
    bottom of page