top of page

Tvíbanda húfu og vettlingaprjón með tvílitu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt að muna.

Hugmyndina að mynstrinu fékk ég þegar ég labbaði fram hjá steindum gluggum Akureyrarkirkju í einni af heimsóknum mínum norður og sólin braust fram og lýsti upp mynstrið í þeim.
 

Stærð: 56 sm ummál, dýpt 21 sm.

Garn: Náttúruprjóns garn, 85% Merino ull / 15% nylon, 100 g / 400 m. Eða sambærilegt til að ná prjónfestu.

Aðallitur: Grátt, 30 g.

Mynsturlitur: Glóð, 30 g.

Prjónar: Litlir hringprjónar nr. 3 og 3,5.

Prjónfesta: 32 L = 10 sm á prjóna nr. 3,5.

Annað: 1 prjónamerki.

 

Góðar leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og  lengra komna.

Glóð - húfa

SKU: 3I
940krPrice
    bottom of page