top of page

Hefðbundið tvíbanda húfuprjón með tveimur lettneskum fléttum og einföldu stroffi. Mynstrið er reglulegt. Ekki myndast mörg löng bönd en alltaf gott að festa lausa bandið, gott er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.

Ætlaði mér að búa til allt öðru vísi mynstur en einhvern veginn endaði uppskriftin svona, skemmtilegt að prjóna og fallegt mynstur. Ég óskaði eftir nafni á settið og var þetta ein af tilnefningunum sem kom frá einni sem litar garn, mér finnst nafnið hæfa vel og fær hún samsettu uppskriftina að launum, takk nafna!


Stærð: Dýpt 21 sm, ummál 56 sm.

Garn: Dottir dyework, though sock: 75% merinó / 25% nylon fingering sock yarn, 100 g/425 m, eða sambærilegt til að ná prjónfestu.

Aðalitur: Hunter, (grænsprengdur), 28 g.

Mynsturlitur: Crunch (gulsprengdur), 19 g.

Prjónar: Lítill hringprjónn nr. 3 og 3,5.

Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr. 3,5.

 

Góðar leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og  lengra komna.

Fjögurra blaða smára húfa

SKU: 35I
940krPrice
    bottom of page