top of page

Tvíbandavettlingar með lettneskri fléttu og einföldu stroffi. Mynstrið er reglulegt og auðvelt. Löng bönd myndast einungis á fáum stöðum, sem hægt er að festa í þriðju hverri lykkju á bak við.
Bleiksprengdi liturinn á að vera blóðbergið, sem myndar litla fleka í íslenskri náttúru. Hafið mynsturlitinn nær ykkur þegar þið prjónið, þá verður hann enn skýrari. Lykkjurnar fyrir ofan mynsturlitinn eru yfirleitt prjónaðar brugnar, þá sjást „blómin“ betur í mynstrinu.
Góðar leiðbeiningar ásamt slóðum á skýringamyndbönd fylgja.

 

Garn: Náttúruprjónsgarn, 85% merinó ull og 15% nælon, 100 g/400 m eða sambærilegt til að ná prjónfestu.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 og 3,5.

Prjónfesta: 32 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 3,5.

Annað: 1 prjónamerki.

 

Húfa:

Stærð: Dýpt 22 sm, ummál 56 sm.

Aðalitur: Mosagrænn, 37 g.

Mynsturlitur: Blóðbergsbleikur, 13 g.

 

Vettlingar:

Stærð: Lengd 25,5 sm, ummál 18 sm.

Aðalitur: Mosagrænn, 38 g.

Mynsturlitur: Blóðbergsbleikur, 18 gr.

 

Góð leiðbeiningar fylgja, sem henta jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Blóðberg - húfa & vettlingar

SKU: 203I
1.880kr Regular Price
1.600krSale Price
    bottom of page