top of page

Hvað er á prjónum hjá mér - What is on my needles

Hérna ætla ég að setja það sem er í vinnslu, sýna myndir og láta vita hvernig miðar og hvort eitthvað nýtt sé á prjónunum hjá mér

069A0563.jpg

Guldheden húfa og vettlingar

Þrílit húfa og vettlingar, þó aldrei nema tveir litir notaðir í einu, einnig er hægt að hafa hana tvílíta. Prjónuð á prjóna nr 3 og 3,5 og er um hefðbundið húfu og vettlingaprjón að ræða. Var úti í Gautaborg í desember og keypti mér úlpu sem mér vantaði sárlega húfu og vettlinga í stíl við :-). Nafnið kemur frá þeim stað þar sem bjó til munstrið og byrjaði að prjóna þetta sett. Mér finnst það ákaflega litríkt, bjart og náttúrulega hlýtt.
Uppskriftin kemur út í þessari viku.

Eldfjall vettlingar

Núna er komin út uppskrift og gjafapakka með eldfjallavettlingunum af eldfjallinu óvænta, sem kemur okkur endalaust á óvart með ýmsum tilbrigðum, og ábyggilega aldrei jafn gaman að vera eldfjallafræðingur eins og núna.

Gígurinn á vettlingunum er gígurinn sem hefur haldið uppi fjörinu undanfarna mánuði. Það er gaman að prjóna þessa vettlinga þar sem þetta er ekki síendurtekning í munstrinu, það er alltaf meiri áskorun en gaman að eiga vettlinga með minningum um samtímaviðburð.

bottom of page